Lögregluliðsmaður í Frakklandi drap fjóra - þar á meðal syni sína tvo

Franskur lögregluliðsmaður drap samstarfsmann sinn, tvo syni sína og sjálfa sig nú í morgun. Eldri drengurinn var 11 ára gamall. Ekki er vitað um ástæðu voðaverknaðarins sem átti sér stað um 5 kílómetra frá París.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að um hádegi hafi lögregluliðsmaður hafið skothríð að ástæðulausu og drepið undirmann sinn og tvo syni sína áður en hann framdi sjálfsmorð. Hann notaðist við eigið skotvopn við morðin en sjálfur var hann í Gendarmerie sem er hluti af lögregluliði Frakklands og sinnir aðallega löggæslu á landsbyggðinni.

Eins og áður sagði var eldri drengurinn ellefu ára en ekki er vitað um aldur yngri sonarins. Innanríkisráðherra Frakklands, Michèle Alliot-Marie, er þegar komin á staðinn þar sem morðin áttu sér stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert