Fór með tíu ára son sinn í nautahlaupið í Pamplona

Tugir slasast árlega í nautahlaupinu í Pamplona
Tugir slasast árlega í nautahlaupinu í Pamplona Reuters

Spænskur dómari hefur úrskurðað að spænskur faðir missi rétt til að umgangast son sinn eftir að þeir feðgar fóru á nautahlaupið í Pamplona um síðustu helgi. Móðir drengsins sá ljósmynd í dagblaði þar sem feðgarnir sáust hlaupandi fáeinum metrum frá hlaupandi nautunum, sem vega á bilinu 500 – 700 kíló hvert.

Eftir að móðirin kærði athæfi fyrrverandi eiginmannsins til lögreglu úrskurðaði dómarinn að lögregla skyldi hafa uppi á syninum og færa hann til til móður sinnar. Þá hafa bæjaryfirvöld í Pamplona sektað mannin um 150 evrur, en reglur kveða á um að þátttakendur í hlaupinu skuli vera a.m.k. 18 ára gamlir.

Síðast lést maður í hlaupinu árið 1995 en tugir slasast á ári hverju, en 25 manns slösuðust í hlaupinu um síðustu helgi.

Faðirinn sér þó eftir neinu og segist fara aftur með syninum ef tækifæri gefst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert