Makar forsetaframbjóðenda móta ímyndina

Bill Clinton hefur meiri áhrif á framboð eiginkonu sinnar núna …
Bill Clinton hefur meiri áhrif á framboð eiginkonu sinnar núna heldur en á kjördag. Reuters

Makar forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum ráða ef til vill ekki vali kjósenda á kjördag en á þessari stundu, mörgum mánuðum fyrir kosningar, eru þeir í lykilhlutverki á meðan Bandaríkjamenn kynnast frambjóðendum, að því er kemur fram á fréttavef Reuters.

Litríkir makar frambjóðendanna eru ekki aðeins fyrrverandi forseti heldur einnig viðhald sem varð eiginkona og fyrrum fíkniefnaneytandi ásamt fleirum, sem allir hjálpa til við að móta ímynd stjórnmálamannanna.

„Því minni upplýsingar sem fólk hefur, því fyrr sem það eru í ferlinu við að móta hugmyndir sínar, því meiri möguleikar er fyrir makana að hafa einhvers konar áhrif,“ segir Susan Caroll, prófessor í stjórnmálafræði og kynjafræði við Rutgers háskóla í New Jersey.

„Makinn getur haft áhrif á mat fólks á persónuleika forsetaframbjóðendana, sérstaklega á þessu mótunarstigi þegar fólk veit ekki mikið um frambjóðendurna,“ segir hún.

Augljós undantekning eru Bill og Hillary Clinton, sem Bandaríkjamenn þekkja vel. Margir aðdáendur Bills Clintons vilja gjarnan sjá hann aftur í Hvíta húsinu, en gagnrýnendur hans minnast vandræðalegra mistaka í forsetatíð hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert