Góðgerðastofnun varar við fegurðarsamkeppnum barna

Lauren Nelson, ungfrú Ameríka 2007.
Lauren Nelson, ungfrú Ameríka 2007. Reuters

Breska barnagóðgerðasamtökin Kidscape fullyrðir að barnafegurðarsamkeppnir laði óaðvitandi að sér barnaníðinga. Samtökin gagnrýndu harðlega fegurðarsamkeppni fyrir börn sem haldin var í Bretlandi í fyrra og sagði hana mjög truflandi.

Sumir keppendurnir voru aðeins eins árs gamlir og gátu ekki gengið, aðrir voru með mikinn andlitsfarða eða í kjólum fyrir fullorðnar konur, að því er kemur fram á fréttavef Sky.

Fyrrum fyrirsætan Jayne Harris, sem skráði börnin sín tvö ára í keppnina í fyrra, reynir að ýta undir slíkt hjá börnum sínum. Hún segir útlit vera allt og engan tala við ljótt fólk. Ef fólk er fallegt á það að sýna sig. Bæði börn hennar hugsa mikið um útlit sitt. Stúlkan, sem er 11 ára, fær gervibrúnku, hárstrípur, gervineglur og hárlengingar.

Samkvæmt Kidscape kyngerir yfirborðskenndur lífsstíll sem þessi börnin og getur verið sálfræðilega skemmandi fyrir þau. Skipuleggjandi fegurðarsamkeppnanna Litla-Ungfrú og Ungfyrirsæta Bretlands sagði þær ekki fara fram í ár, en útskýrði ekki hvers vegna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert