Sprenging í rússneskum kafbáti

Rússneskur kafbátur skemmdist mikið í sprengingu sem varð við norðurheimsskautið í vikunni, en verið var að gera við bátinn þegar sprengingin varð. Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum lést enginn.

Rússneskir embættismenn hafa ekki viljað tjá sig hvort um kjarnorkuknúinn kafbát hafi verið að ræða eður ei, segir á vef BBC.

Interfax fréttastofan segir enga óvenjulega geislavirkni hafa mælst í Severodvinsk þar sem atvikið átti sér stað sl. fimmtudag. Um 215 fermetra svæði á kafbátaskrokknum skemmdist í sprenginunni segir rússneska útvarpsstöðin Ekho Moskvy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert