Hillary Clinton tekur forustu hjá demókrötum

Clinton og Obama í sjónvarpskappræðum.
Clinton og Obama í sjónvarpskappræðum. Reuters

Hillary Clinton hefur tekið forustuna í kapphlaupinu um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt er í dag. Þykir hún hafa staðið sig vel í sjónvarpskappræðum undanfarið. Clinton hefur 21 prósentustiga forskot á helsta keppinaut sinn, Barack Obama.

Könnunin var gerð á vegum The Wall Street Journal og NBC. Samkvæmt niðurstöðunum nýtur Clinton 43% fylgis, en Obama 21%. Þriðji er John Edwards með 13%.

Clinton kann þó enn að eiga undir högg að sækja, því að samkvæmt annarri könnun er fylgi hennar og Obamas hnífjafnt í New Hampshire, þar sem forkosningar fara fyrst fram, en úrslitin þar geta haft mikil áhrif á hvernig fer í öðrum ríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert