Foreldrar Madeleine á fundi með lögreglunni

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters

Foreldrar Madeleine McCann áttu óformlegan fund með lögreglunni í Portúgal, sem rannsakar hvarf dóttur þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Kate og Gerry McCann voru í um hálftíma á óformlegum fundi með portúgölsku lögreglunni í Portimao í dag. Þau fylgjast grannt með þróun mála. Fjölskylda þeirra dvelur enn á Algarve, þar sem Madeleine hvarf. Hjónin hittu lögregluna í dag ekki síst til þess að slá á sögusagnir um að þau liggi undir grun lögreglunnar, eins og komið hefur fram í portúgölskum fjölmiðlum.

Rannsókn er haldið áfram í Belgíu, þrátt fyrir að DNA sýni af gosflösku frá veitingastað, þar sem sást til Madeleine hafi reynst neikvætt. Sýnið reyndist vera af karlmanni, en lögreglan í Belgíu segir það ekki útiloka að stúlkan sé í landinu. Barnasálfræðingur segist 100% viss um að hún hafi séð Madeleine á veitingastað skammt frá landmærum Hollands. Talsmaður belgísku lögreglunnar segir mögulegt að karlinn, sem hún sást í för með, hafi klárað úr flöskunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert