Fjórir særðir eftir skotbardaga í Ósló

Tveir menn eru alvarlega særðir eftir að til skotbardaga kom í Kalbakken í Ósló í dag. Þriðji maðurinn var fluttur á sjúkrahús með skurðsár eftir samúraísverð að sögn lögreglu og í kjölfarið var maður handtekinn. Hann var var sverð í höndunum og aðeins klæddur nærfötum. Loks var ekið á fjórða manninn.

Að sögn fréttavefjar Aftenposten leitar lögregla að nokkrum nafngreindum einstaklingum. Um er að ræða tamíla frá Sri Lanka, sem tengjast hindúamusteri í nágrenninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert