Mótmælendabúðum slegið upp við Heathrow

Mótmælendurnir vilja varpa ljósi á tengslin sem eru á milli …
Mótmælendurnir vilja varpa ljósi á tengslin sem eru á milli farþegaflugs og þeirra veðurfarsbreytinga sem eru að eiga sér stað í heiminum. Reuters

Búið er að koma upp mótmælendabúðum við Heathrow flugvöllinn í London, tveimur dögum fyrr en áætlað var. Búist er við því að þúsundir mótmælenda muni koma sér fyrir í búðunum, en fólkið er að vekja athygli á veðurfarsbreytingum í heiminum. Það vill með þessu varpa ljósi á tengslin milli flugs og hækkandi hitastigs á jörðinni.

Mótmælin eiga að standa í viku, en þau áttu upphaflega að byrja á þriðjudaginn. 150 mótmælendur hafa hinsvegar þegar komið sér fyrir á svæðið rétt norðan við flugvöllinn segir lögregla.

Fyrirtækið BAA, sem rekur flugvellina í London, hefur varað við því að þeir muni ekki láta það líðast að mótmælendurnir „áreiti“ flugfarþega.

Búist er við því að mótmælendur frá Bretlandi og fleiri löndum muni taka þátt í ýmsum viðburðum sem ætlað er að varpa ljósi á veðurfarsbreytingar, segir á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert