Hætta steðjar að Filippseyjum vegna skorts á getnaðarvörnum

Smokkar á boðstólum.
Smokkar á boðstólum. Reuters

Filippíska ríkisstjórnin er ekki undir það búin að Bandaríkin leggi niður aðstoð sína við dreifingu ókeypis getnaðarvarna í landinu og telja fréttaskýrendur að það muni leiða til fólksfjölgunar, aukins ungbarnadauða og fóstureyðinga sem og andláta af völdum barnsburðar.

Bandaríska þróunarstofnunin hefur undanfarin 30 ár dreift smokkum og getnaðarvörnum meðal fátækra og 2003 var byrjað að draga úr þeirri starfsemi sem verður endanlega hætt á næsta ári.

AP fréttastofan segir að forseti Filippseyja, Gloria Macapagal Arroyo kjósi að fylgja línu kaþólsku kirkjunnar og sé andsnúin getnaðarvörnum.

Sem stendur eru gerðar 473 þúsund fóstureyðingar á ári í landinu en talið er að tvær af hverjum fimm konum sem vilja nota getnaðarvarnir hafi ekki aðgang að þeim.

Könnun sem Sameinuðu þjóðirnar lét gera hefur leitt í ljós að landið þarf um tvær milljónir Bandaríkjadala á ári til að sjá fátækum fyrir niðurgreiddum eða ókeypis getnaðarvörnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka