Kraftur Deans eykst

Mikil flóðahætta er talin fylgja fellibylnum Dean á Haítí og Dóminíkanska lýðveldisins. Er vindhraði Dean nú 233 km á klukkustund og er óttast að hann nálgist fimmta, efsta stig, fellibylja er hann nær til Mexíkó á mánudag. Þrír eru látnir á eyjum í Karíbahafi eftir að fellibylurinn gekk þar yfir og er nú óttast að hann stefni beint á Jamaíka. Þetta kemur fram á vef BBC.

Dean er fyrsti fellibylurinn sem myndast á þessari fellibyljatíð á Atlantshafi, en hún stendur frá júníbyrjun þar til síðla í nóvember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert