Natascha Kampusch segist vorkenna þeim sem hélt henni fanginni

Natascha Kampusch.
Natascha Kampusch. AP

Austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem haldið var fanginni í kjallaraherbergi í átta ár, segir að hún vorkenni þeim sem rændi henni æ meir eftir sem á líður. Ár er liðið frá því að Kampbusch slapp úr haldi hans, en viðtal við hana verður sýnt í austurrísku sjónvarpi í kvöld.

Wolfgang Priklopil framdi sjálfsvíg með því að henda sér fyrir lest eftir að hún flýði frá honum í ágúst á síðasta ári.

Í broti úr viðtalinu sem birt er á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar ORF segir Kampusch að hún hafi eytt undanförnu ári í að mennta sig og reyna að aðlagast samfélaginu á ný.

„Það sem hann gerði mér hefur orðið fjarlægara, en það hverfur ekki heldur kemur upp aftur og aftur,” segir Kampusch í viðtalinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert