Mikil ásókn í að taka þátt í rannsókn á smokkum

Mikil ásókn er í að taka þátt í rannsókn á …
Mikil ásókn er í að taka þátt í rannsókn á smokkum í Taílandi Reuters

Um eittþúsund Taílenskir karlmenn hafa boðið sig fram til þess að taka þátt í rannsókn á gæðum á smokkum. Alls þarf 500 manns í rannsóknina sem er hluti af herferð Durex smokkaframleiðandans fyrir öruggu kynlífi.

Þátttakendur í rannsókninni þurfa að vera komnir yfir tvítugt og búsettir í Taílandi. Hins vegar eru ekki gerðar kröfur um að þeir hafi lokið einhverri ákveðinni prófgráðu samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Þeir sem valdir eru í rannsóknina fá pakka af Durex smokkum án endurgjalds og þurfa þeir að svara spurningum frá Durex á netinu eftir hvert skipti sem smokkur úr pakkanum er notaður.

Stjórnvöld í Taílandi segja að HIV/AIDS smit séu algengasta dánarorsökin í landinu. Talið er að um hálf milljón íbúa Taílands séu smitaðir af HIV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert