Grunur um mannát í Austurríki

Lögreglan í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis, er að yfirheyra 19 ára gamlan heimilislausan pilt, sem grunaður er um að hafa myrt annan heimilislausan mann í borginni og hugsanlega lagt sér líffæri úr honum til munns.

Í fréttum þarlendra fjölmiðla, sem lögregla hefur staðfest, gerðust þessir atburðir í íbúð, sem notuð hafði verið sem athvarf fyrir heimilislausra í Vín. Starfsmenn félagsmálayfirvalda fundu þar í morgun 49 ára gamlan mann látinn og hafði höfuð hans verið brotið og brjóstkassinn skorinn upp. Pilturinn var einnig í íbúðinni og var blóðugur í framan.

Talið er að maðurinn hafi verið myrtur fyrir nokkrum dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka