Røkke á bak við lás og slá

Kjell Inge Røkke.
Kjell Inge Røkke.

Norski auðjöfurinn og útgerðarmaðurinn Kjell Inge Røkke hóf í dag að afplána 30 daga fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að múta sænskum embættismanni til að gefa út falskt prófskírteini, sem heimilaði honum að stýra lystisnekkju sinni.

Røkke kom fólki á óvart með því að hefja afplánunina í dag því hann átti ekki að hefja hana fyrr en kl. 10 á morgun, en líklegt þykir að hann hafi viljað komast hjá ágangi fjölmiðla.

Hann hlaut alls þriggja mánaða dóm, þar af tvo skilorðsbundna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert