Sprengja sprakk við þjóðveg í Rioja

Staðfest hefur verið að lítil sprengja sprakk við AP-68 þjóðveginn nærri bænum Fuenmayor í Rioja á Spáni. Þjóðveginum hafði verið lokað vegna aðvörunar frá aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, og sakaði engan.

Fjórum öðrum þjóðvegum var lokað vegna símhringinga frá ETA þar sem sprengjur voru sagðar munu springa á bilinu frá klukkan 12 að íslenskum tíma til 15. Engin sprengiefni hafa fundist önnur en á AP-68 þjóðveginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert