Hinir handteknu með tengsl við leiðtoga al Qaeda

Frá vettvangi aðgerðanna í Kaupmannahöfn í morgun.
Frá vettvangi aðgerðanna í Kaupmannahöfn í morgun. AP

Mennirnir sem handteknir voru í aðgerðum dönsku lögreglunnar í nótt eru allir af erlendu bergi brotnir og segir Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar PET að leiðtogar hópsins séu allir herskáir múslímar sem tengist háttsettum einstaklingum innan al Qaeda samtakanna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Átta voru handteknir í aðgerðunum en sex þeirra munu vera danskir ríkisborgarar en tveir erlendir ríkisborgarar sem hafa landvistarleyfi í Danmörku. Húsleit var gerð á ellefu stöðum í tengslum við aðgerðir lögreglunnar í nótt og segir „Við réðust til atlögu nú þar sem við töldum okkur geta náð nægum sönnunargögnum til að ná fram sakfellingu," segir Scharf. "Og einnig vegna þess að nokkrir hinna handteknu höfðu safnað saman miklu magni óstöðugra sprengiefna í þéttbýlu íbúahverfi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert