Etna ræskir sig

Eldfjallið Etna á Sikiley, sem er stærsta og virkasta eldfjall í Evrópu, vaknaði til lífsins í gærkvöldi og glóandi hraunstraumar runnu niður hlíðarnar. Engin hætta var talin stafa af gosinu þar sem hraunið rann ekki nálægt mannabústöðum. Flugvellinum í Catania var þó lokað um tíma nótt í varúðarskyni en hann var opnaður aftur í morgun enda hafði þá dregið mjög úr gosvirkninni.

Etna gýs oft en gosin valda litlu sem engu tjóni. Nokkur aska féll í morgun á bæi við austurhlíðar fjallsins.

Hraun rann niður hlíðar Etnu í gærkvöldi.
Hraun rann niður hlíðar Etnu í gærkvöldi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert