Reinfeldt fundar með sendiherrum múslímaríkja vegna skopmyndar

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, hefur boðað sendiherra múslímarikja á sinn fund til að ræða deiluna sem sprottin er upp í landinu eftir að sænskt blað birti skopmynd af Múhameð spámanni í hundslíki. Hörð mótmæli hafa borist frá múslímaríkjum á borð við Afganistan, Egyptaland, Íran og Pakistan.

Talsmaður Reinfeldts sagði að fundurinn yrði haldinn á morgun. Forsætisráðherrann hefði haft frumkvæðið að boðun hans. Tuttugu sendiherrum múslímaríkja hefði verið boðið.

Samkvæmt strangri túlkun á Íslam má ekki búa til neinskonar myndir af spámanninum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert