Kate McCann hefur ekki verið ákærð

Lögregla í Portúgal hefur lokið við að yfirheyra Kate McCann, móður fjögurra ára gamallar stúlku, sem hvarf í Portúgal í byrjun maí. Kate var ekki ákærð fyrir manndráp af gáleysi, eins og breskir fjölmiðar höfðu látið liggja að. Nú er lögregla að yfirheyra Gerry McCann, eiginmann Kate og föður litlu stúlkunnar.

Gerry McCann skrifaði á bloggsíðu sína í dag, að það væri fáránlegt að gefa í skyn, að kona hans ætti einhvern þátt í að hvarfi Madeleine dóttur þeirra.

„Þeir sem þetta til málsins vita að Kate er algerlega saklaus. Við munum berjast gegn þessum ásökunum og við munum jafnframt halda áfram leitinni að Madeleine."

Kate var hins vegar í dag tilkynnt formlega að hún hefði fengið réttarstöðu grunaðra í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert