Nýtt myndband bin Laden veldur óróa í ríkjum araba

Osama bin Laden sést hér í myndbandinu sem hann sendi …
Osama bin Laden sést hér í myndbandinu sem hann sendi frá sér nýverið. AP

Stuðningsmenn al-Qaeda hafa lýst yfir ánægju með nýtt myndband Osama bin Laden, en myndbandið er það fyrsta sem hann hefur sent frá sér í þrjú ár. Aðrir múslímar í ríkjum araba hafa hinsvegar af því áhyggjur að myndbandið verði til þess að frekari átök og blóðsúthellingar muni eiga sér stað.

Bin Laden minnist þess í myndbandinu að brátt verða liðin sex ár frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001. Hann segir Bandaríkin vera berskjölduð gagnvart frekari árásum, en sumir stuðningsmanna hans líta á þetta sé skilaboð um að nýjar hryðjuverkaárásir séu í undirbúningi.

Fréttaskýrendur skiptast í tvo hópa varðandi það hvort tilgangurinn með myndbandinu hafi verið að hvetja til nýrra árása eður ei.

Þrátt fyrir að bin Laden hafi ekki haft í neinum sérstökum hótunum í myndbandinu þá hafa margir íslamskir bloggarar komist að þeirri niðurstöðu að ný árás sé í vændum, líkt og fram hefur komið á spjallvef sem al-Qaeda hryðjuverkamenn hafa notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert