Clinton og Giuliani njóta enn mests stuðnings

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður, er með mikið forskot á aðra þá sem sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Rudi Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York, nýtur mests fylgis meðal frambjóðenda Republikanaflokksins, samkvæmt nýrri könnun, sem Zogbystofnunin gerði fyrir Reutersfréttastofuna.

John Zogby segir við Reuters að stöðugt fleiri bandarískir kjósendur geti hugsað sér að Hillary Clinton verði forseti landsins.

Samkvæmt könnuninni styðja 35% kjósenda demókrata Hillary Clinton, 21% styðja öldungadeildarþingmanninn Barack Obama og 10% segjast vilja John Edwards, fyrrum öldungadeildarþingmann. Einnig komust þeir Bill Richardson, ríkisstjóri og Joseph Biden, öldungadeildarþingmaður á blað.

Um 26% repúblikana segjast vilja að Rudy Giuliani verði forseti en 24% segjast vilja Fred Thompson, leikara og fyrrum öldungadeildarþingmann. John McCain, öldungadeildarþingmaður, er þriðji með 13% og Mitt Romney, fyrrum ríkisstjóri, nýtur fylgist 7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka