Afinn beðinn um skilríki

Það er eins gott að hafa skilríkin alltaf meðferðis þegar …
Það er eins gott að hafa skilríkin alltaf meðferðis þegar lagt er í áfengiskaupaleiðangur Reuters

Bretinn Tony Ralls fyrtist við og neitaði að framvísa skilríkjum á dögunum þegar hann var beðinn um að framvísa skilríkjum er hann hugðist kaupa tvær rauðvínsflöskur. Það væri vart í frásögur færandi nema hvað Ralls er 71 árs gamall og á þrjú barnabörn. Sagt er frá þessu á fréttavef BBC.

Ralls reiddist við þetta og bað um að fá að ræða við verslunarstjóra verslunarinnar, sem setti rauðvínsflöskurnar á sinn stað í hillur verslunarinnar og tilkynnti eftirlaunaþeganum kurteisislega að hann fengi ekki afgreiðslu nema gegn því að framvísa skilríkjum.

Ralls segir við BBC að ef vottað hefði fyrir skopskyni hjá afgreiðslukonunni, sem er á fimmtugsaldri, eða ef verslunarstjórinn hefði útskýrt fyrir honum að það væri regla að allir framvísuðu skilríkjum, þá hefði það verið lítið mál. Málið hafi hins vegar verið hin fúlasta alvara, og því hafi hann reiðst og segir hann að þarna sé skrifræðið komið yfir öll skynsamleg mörk.

Talsmaður Morrison verslanakeðjunnar er hins vegar á sama máli og afgreiðslukonan og verslunarstjórinn, og segir keðjuna taka lög um áfengiskaup mjög alvarlega, og því sé það regla að allir sem kaupi áfengi séu beðnir um að framvísa skilríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka