Bandaríkjamenn endurskoða reglur um öryggisgæslu

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP

Bandaríkjamenn sögðust í dag ætla að endurskoða reglur um aðgerðir öryggisvarða sem gæta Bandaríkjamanna í Írak í kjölfar þess að tíu létust í skothríð þar sem einkarekna öryggisgæslufyrirtækið Blackwater átti þátt.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði fjölmiðlamönnum í dag að hún hefði fyrirskipað umfangsmikla endurskoðun á því hvernig farið sé að öryggismálum, og hvernig erindrekar séu verndaðir.

Farið verður yfir reglur um það hvenær skuli grípa til vopna ef ógn er talin steðja að og kemur til greina að utanaðkomandi sérfræðingar verði kallaðir til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert