Lifði af flugslys með ævintýralegum hætti

Robertson sat í sæti sínu í flakinu.
Robertson sat í sæti sínu í flakinu. AP

Það gengur kraftaverki næst að Robert Robertson, 43 ára flugmaður á Flórída í Bandaríkjunum, skyldi lifa af er hann brotlenti flutningavél á hraðbraut í gær. Allur stjórnklefi vélarinnar sópaðist burtu í lendingunni, en eftir sat Robertson í flugstjórasætinu, alvarlega slasaður.

Robertson var einn í vélinni og var nýbúinn að taka í loftið frá Fort Lauderdale á leið til Bahamaeyja með frakt þegar vélin missti afl og fór að lækka yfir hraðbrautinni. Hún kom niður á grasi vöxnum bakka við brautina, þar sem var þung bílaumferð. Fjöldi sjónarvotta varð að brotlendingunni.

Robertson hlaut fótbrot, handleggsbrot og nefbrot, og slæmt höfuðhögg.

Sjá fréttamyndskeið frá Reuters

Björgunarmenn við flak vélarinnar.
Björgunarmenn við flak vélarinnar. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert