Vinnufælnir brimarar

Brimari á Maroubaströnd í Sydney.
Brimari á Maroubaströnd í Sydney. Reuters

Áströlsk stjórnvöld hyggjast hefja aðgerðir gegn hlutfallslega mörgum atvinnuleysisbótaþegum í sumum strandbyggðum landsins, og segja ráðherrar að þar séu margir sem vilji ekki vinna heldur kjósi að þiggja bætur og skemmta sér á brimbrettum og slappa af á ströndinni.

Atvinnuleysi í Ástralíu er nú hið minnsta í 30 ár og hagvöxtur mikill.

Frá þessu greinir BBC.

Ástralska ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að atvinnuleysi verði ekkert áður en kemur að kosningum síðar á árinu. Haft er eftir Andrew Robb, framhaldsmenntunarráðherra, að greinileg tengsl séu á milli hárrar tíðni atvinnuleysis og strandbyggða. Beita þurfi þrýstingi í sumum þessara byggða.

Mikill skortur er á vinnuafli í sumum greinum í Ástralíu, og hafa stjórnvöld fengið þúsundir starfsfólks erlendis frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert