Þúsundir mótmæla í Myanmar

Þúsundir manna taka nú þátt í mótmælum gegn herforingjastjórninni í Myanmar. Um 5000 Búddamunkar, klæddir appelsínugulum og rauðum skikkjum, gengu fóru fyrir mótmælagöngu sem að minnsta kosti 10 þúsund manns tóku þátt í frá Shwedagonhofinu og framhjá skrifstofum Lýðveldishreyfingarinnar, stjórnmálaflokks Aung San Suu Kiyi.

Þegar munkarnir gengu framhjá húsinu komu starfsmenn flokksins út og hneigðu sig og tóku síðan þátt í göngunni.

Margir göngumenn festu rauða klæðisbúta úr skikkjum munkanna við föt sín.

Shwedagonhofið hefur verið miðpunktur mótmælanna, sem hófust fyrir rúmri viku. Talið er að um 20 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngum um helgina. Eru þetta umfangsmestu mótmælaaðgerðir í Myanmar frá árinu 1988 þegar námsmenn stóðu fyrir uppreisn sem herinn bældi niður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert