Enskir námsmenn þeir lötustu í Evrópu

Nemendur í Enskum háskólum eyða ekki miklum tíma í námið.
Nemendur í Enskum háskólum eyða ekki miklum tíma í námið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Enskir námsmenn leggja minnst á sig ef bornar eru saman kannanir sem gerðar hafa verið í stærstu Evrópulöndunum og er orðspor breskra háskóla í hættu. Gerð var könnun meðal 15 þúsund nemenda á háskólastigi og er niðurstaðan sú að þeir eyða litlum tíma í námið.

Samkvæmt Sky fréttastöðinni eru lækna- og tannlæknanemar þeir sem leggja mestan tíma í námið eða 35 vinnustundir á viku sem samsvarar fullri vinnu en í öðrum greinum eru nemendur meira af hálfum hug og sinna því jafnvel og hálfu starfi.

Nemendur í fjölmiðlafræði eyddu einungis um 20 stundum á viku í að sækja tíma og læra heima.

Englendingarnir stóðust til dæmis samanburðinn við Portúgal mjög illa þar sem nemendur eyða um 40 stundum á viku í námið.

Það var sem stóð að könnuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert