Vinsamlegast ekki fara nakin á Everest

Tindur Everest
Tindur Everest Reuters

Stjórnvöld í Nepal hafa óskað eftir því að bann verði lagt á að þeir sem klífa Everst tind, hæsta fjall í heimi, séu naktir. Er óskin lögð fram til þess að koma í veg fyrir að einhver reyni að verða fyrstur til þess að komast á topp fjallsins án klæða.

Á síðasta ári greindi nepalskur fjallamaður frá því að enginn hafi staðið nakinn á hærri tindi en hann þar sem hann hefði afklæðst á tindi Everest, 8.848 metra hæð yfir sjávarmáli, og verið klæðalaus í nokkrar mínútur. Lofthitinn var 10 stiga frost.

Segja forsvarsmenn samtaka fjallgöngumanna í Nepal að banna eigi slíkar æfingar fjallgöngumanna. Þekkt er að margir reyna að vera fyrstir til einhvers hvað varðar Everest. Til að mynda skapaðist mikil umræða um tilraun Hollendings sem reyndi að verða fyrstur til þess að klífa Everst í stuttbuxum einum klæða. Sá elsti til þess að ná á topp Everest er 71 árs, sá yngsti 15 ára. Einhver varð fyrstur til þess að komast á toppinn á einungis einum fót, annar var fyrsti blindi maðurinn til þess að komast á Everest. Árið 2005 varð nepalskt par fyrst til þess að gifta sig á toppi Everest. Allt frá því að Edmund Hillary var fyrstur manna ásamt serpanum Tenzing Norgay til þess að standa á toppi Everest árið 1953 hafa þúsundir náð því marki.

Fyrstir Íslendinga til að klífa Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon sem klifu það árið 1997.

Allt um Everest á Wikipedia

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert