Árásir gerðar á munkaklaustur í nótt

Búddamunkar mótmæla í Myanmar.
Búddamunkar mótmæla í Myanmar. Reuters

Sjónarvottar herma að öryggissveitir í Myanmar hafi gert árásir á Búddamunkaklaustur í nótt og handtekið hundruð munka til að reyna með því móti að draga úr krafti mótmælanna gegn herstjórn landsins. Um 200 munkar voru teknir úr tveimur klaustrum austan við stærstu borg landsins, Yangon.

BBC hefur þetta eftir sjónarvottum í landinu en í gær bárust fregnir af dauða nokkurra munka er her og lögregla réðust til atlögu gegn mótmælendum víða um land. Í gær hélt öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna neyðarfund vegna ástandsins og vildu bæði Bandaríkin og Evrópusambandið íhuga aðgerðir en Kína hafnaði því á þeim forsendum að það myndi ekki bæta ástandið. Þess í stað hefur ráðið lýst yfir áhyggjum sínum yfir stöðu mála í Myanmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert