Kynþáttur markar afstöðu fólks til O.J. Simpson

O.J. Simpson er ákærur yfir honum voru lesnar upp fyrir …
O.J. Simpson er ákærur yfir honum voru lesnar upp fyrir dómara í Las Vegas þann 19 september. Reuters

Mikill munur er á afstöðu Bandaríkjamanna til máls O.J. Simpson eftir kynþætti en Simpson situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um tilraun til vopnaðs ráðs. Samkvæmt skoðanakönnunum telja 70% Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna að Simpson sé sekur en einungis 41% Bandaríkjamanna af afrískum uppruna telja að svo sé.

Samkvæmt könnuninni sem unnin var fyrir fréttastofuna Associated Press af fyrirtækinu Ipsos telja 10% hvítra Bandaríkjamanna Simpson vera saklausan en 37% svartra gera það.

Mikill munur er einnig á viðhorfi Bandaríkjamanna eftir kynþáttum á því hvort Simpson hafi fengið réttláta meðferð og hvort hann muni fá réttláta málsmeðferð fyrir dómi. 55% svartra telja að hann hafi fengið og muni fá réttláta meðferð en 36% telja að hann muni ekki fá það. 74% hvítra telja hins vegar að mál hans muni fá réttláta meðferð.

Simpson, sem er fyrrum ruðningshetja, er einna þekktastur fyrir að hafa verið sýknaður af morðákæru árið 1995 en hann var þá sakaður um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og vin hennar. Hann var handtekinn í Las Vegas fyrr í þessum mánuði sakaður um að reyna að ræna minjagripum sem hann segist sjálfur hafa átt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert