Starfsemi Blackwater til rannsóknar í tveimur ráðuneytum

Bandaríkjastjórn hefur viðurkennt að eitthvað hafi farið illilega úrskeiðis er lífverðir á vegum bandaríska einkafyrirtækisins Blackwater skutu ellefu óbretta borgara til bana á markaðstorgi í Bagdad, höfuðborg Íraks. John Negroponte, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að unnið sé að því innan ráðuneytisins að yfirfara öryggismál bandarískra embættismanna í Írak. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Negroponte greindi nefnd á vegum öldungadeildar Bandaríkjaþings frá því í dag að frá því í janúar á þessu ári hafi öryggisverðir Blackwater fylgt nærri 2.000 bílalestum bandarískra embættismanna og gesta bandarískra yfirvalda í Írak.

Negroponte viðurkenndi er hann kom fyrir nefndina að eitthvað hafi fari illilega úrskeiðis þann 16. september en sagði jafnframt að hann væri persónulega þakklátur fyrir það starf sem starfsmenn Blackwater hefðu unnið fyrir hann er hann hefði verið á ferð í Írak. Þá sagði hann ljóst að án starfsmanna Blackwater gætu bandarískir embættismenn ekki sinnt störfum sínum í Írak.

Einnig er unnið að rannsókn málsins innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon en forsvarsmenn fyrirtækisins segja starfsmenn þess hafa brugðist með réttmætum hætti við árás sem gerð var á bílalest bandarískra embættismanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert