Skógarbjörn drap sænskan veiðimann

Sænskur veiðimaður sem verið hafði á elgsveiðum fannst látinn nærri kofa í héraðinu Jamtland um helgina, talið er að skógarbjörn hafi orðið manninum að bana. Maðurinn var klóraður eftir bjarnarklær auk þess sem bjarnarsaur fannst í nágrenni kofans. Afar sjaldgæft er að skógarbirnir drepi fólk í Svíþjóð, einn maður lést eftir að björn réðst á hann árið 2004, en þá var liðin nærri öld frá síðustu árás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert