Hamas til viðræðu um að láta af völdum á Gasa

Ismail Haniyeh
Ismail Haniyeh AP

Hamas-samtökin palestínsku sögðust í dag reiðubúin til að hefja viðræður við Fatah-liða og hugsanlega tilbúin til að láta af völdum á Gasa-svæðinu, en þar tóku Hamas völdin í júní sl.

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas og fyrrum forsætisráðherra, sagði í dag fjölmiðlum að herseta samtakanna á Gasa sé tímabundin og gaf í skyn að viðræður gætu hugsanlega hafist.

Talsmenn Fatah-hreyfingarinnar hins vegar segna að ekki hafi verið rætt um að hefja viðræður og saka Hamas um að blekkja almenning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert