Friðarverðlaun breyta ekki stefnu Hvíta hússins

Bandaríkjastjórn fagnaði því að fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore skyldi hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels en tilkynnti jafnframt að hún myndi ekki breyta stefnu sinni í umhverfismálum gagnvart loftlagsbreytingum. „Þetta er að sjálfsögðu mikilvæg viðurkenning og við efumst ekki um að varaforsetinn er ánægður,” sagði Tony Fratto, talsmaður Hvíta hússins og bætti því við að George W. Bush væri ánægður fyrir hönd fyrrum varaforsetans.

Þegar hann var hins vegar spurður um það hvort friðarverðlaunin myndu hafa áhrif á stjórn Bush í þá átt að hún tæki hugsanlega upp umhverfisstefnu í anda Gore svaraði Fratto einfaldlega: „Nei”.

Friðarverðlaunahafinn Al Gore hefur þó engin áhrif á stefnu Hvíta …
Friðarverðlaunahafinn Al Gore hefur þó engin áhrif á stefnu Hvíta hússins. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert