Rússar gefa ekkert eftir í deilu um eldflaugavarnir

Condoleezza Rice og Robert Gates koma til fundar við Sergei …
Condoleezza Rice og Robert Gates koma til fundar við Sergei Lavrov í Moskvu í morgun. Reuters

Rússnesk stjórnvöld segjast ekkert ætla að gefa eftir í deilunni við Bandaríkin um fyrirhugað eldvarnarkerfi, sem Bandaríkjamenn vilja setja upp í austurhluta Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Robert Gates, varnarmálaráðherra, komu til Moskvu í morgun til viðræðna við þarlenda ráðamenn.

Fréttastofan RIA Novosti hefur eftir rússneska hershöfðingjanum Jevgení Buzhinksí í dag, að afstaða Rússa sé alveg skýr enda hafi þeir réttinn sín megin. Rússar hafa einnig hótað að segja sig frá sáttmála um takmörkun á útbreiðslu hefðbundins herafla í Evrópu vegna deilunnar.

Buzhinksí tekur þátt í viðræðum við þau Rice og Gates ásamt Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa og Anatolí Serdjúkov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert