Röð eldsvoða í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan í Kaupmannahöfn rannsakar nú röð eldsvoða sem upp komu á Norðurbrú í gærkvöldi. Talið er að kveikt hafi verið í á Rovsinggade, Uffesgade, Allersgade og Thorsgade. Eldur kom upp í nokkrum nýjum lagerbyggingum á Rovsinggade, húsin voru mannlaus. Nokkrum tímum síðar kviknaði í ruslagámum við Allersgade og Thorsgade.

Lögreglan sagði í samtali við Berlingske Tidende að það væri of snemmt að tala um brennuvarg þar sem undan farinn mánuð hafi oft komið upp eldur í ruslagámum en það hafi reynst vera strákapör.

Ekki er víst hvort um einn eða fleiri menn er að ræða í þessum íkveikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert