Fyrrum forseti Mósambík fyrstur til að hljóta ný verðlaun

Joaquim Chissano, fyrrum forseti Mósambík, varð í dag fyrstur manna til að hljóta Mo Ibrahim verðlaunin fyrir árangur í stjórnsýslu í Afríku. Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti niðurstöðu verðlaunanefndarinnar í Lundúnum í morgun en verðlaununum er ætlað að hvetja Afríkuleiðtoga til að stjórna löndum sínum vel.

Verðlaunin nema 5 milljónum dala, jafnvirði 300 milljóna króna. Sérstök nefnd tekur ákvörðun um verðlaunahafa og leggur mat á árangur þeirra leiðtoga landa sunnan Saharaeyðimerkurinnar, sem hafa látið af embætti undanfarin þrjú ár.

Chissano fékk verðlaunin fyrir að koma á friði og lýðræði í landi sínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert