Tjón af völdum eldanna í Kaliforníu komið yfir milljarð dollara

AP

Skógareldarnir í Suður-Kaliforníu hafa valdið tjóni sem metið er á að minnsta kosti einn milljarð dollara, að því er embættismenn greindu frá í dag, en reyndar nær þessi tala einungis yfir tjón í San Diego-sýslu. Að minnsta kosti hálfri milljón manna hefur verið gert að flýja heimili sín vegna eldanna, og eru þetta umfangsmestu rýmingaraðgerðir í sögu Kaliforníu.

Vind hefur heldur lægt í dag, og vekur það vonir um að slökkviliðsmenn muni ná tökum á eldunum, sem logað hafa í fjóra daga og eyðilagt um 2.200 heimili.

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kalíforníu, sagði á blaðamannafundi undir kvöld, að þrír hefðu látið lífið af völdum eldanna og 40 hefðu slasast. Þá hefðu 172 þúsund hektarar brunnið og 1664 byggingar eyðilagst, þar af 1436 íbúðarhús.

Um 8900 slökkviliðsmenn berjast enn við eldana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert