Mótmæltu fyrirhuguðu banni á sölu ofskynjunarsveppa

Um 200 manns komu saman í miðborg Amsterdam í dag til að mótmæla fyrirhuguðu banni á sölu ofskynjunarsveppa. Bannað er að selja þurrkaða ofskynjunarsveppi en hægt er að kaupa þá ferska. Að undanförnu hafa hins vegar komið upp mál þar sem ferðamenn hafa látist eða slasast eftir að hafa neytt ofskynjunarsveppa.

Er m.a. nefndur 19 ára Íslendingur, sem fótbrotnaði á báðum fótum þegar hann stökk fram af svölum eftir að hafa neytt ofskynjunarsveppa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert