Vinsæl leikföng innihalda ofskynjunarlyf

Yfirvöld í Ástralíu hafa bannað sölu vinsælla leikfanga eftir að fréttir bárust af því að leikföngin innihéldu efni sem geti valdið ofskynjunum sé þeirra neytt. Hundruð smárra perla eru í leikfanginu, Bindeez, og hefur nú komið í ljós að perlurnar eru húðaðar með efni sem innihalda gamma-prótín og hýdroxíðsmjörsýrur sem eru virku efnin í ofskynjunarlyfinu fantasy.

Rannsókn var hafin á málinu eftir að nokkur börn veiktust alvarlega eftir að hafa gleypt perlur úr því. Áður hafði Bindeez verið tilnefnt sem leikfang ársins í Ástralíu en með leikfanginu má raða perlunum upp og festa síðan mynstrin með því að bleyta perlurnar.

Samkvæmt upplýsingum Dr. Naren Gunja, aðstoðarforstjóra eitrunardeildar Westmead barnaspítalans hafa tvö börn verið flutt þangað meðvitundarlaus og með krampaköst eftir að hafa borðað slíkar perlur og voru þau um tíma talin í lífshættu. Þau hafa síðan verið úrskurðuð úr lífshættu og munu vera á batavegi.

Perlurnar sem notaðar eru í leikföngin munu veraframleiddar í Hong Kong.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert