Sjö myrtir í skotárás í framhaldsskóla í Finnlandi

Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. Reuters

Fréttavefur Aftenposten í Noregi hefur eftir finnska blaðinu Iltahehti að sjö hafi verið myrtir í skotárás í Jokela-framhaldsskólanum í Finnlandi í dag, og haft er eftir lögreglu að árásarmaðurinn, átján ára nemandi við skólann, sé meðal hinna látnu. Fréttir af tölu látinna eru óstaðfestar.

Á fréttavef Helsingin Sanomat má sjá myndband frá vettvangi. Jokela-skólinn er í Tusby, skammt frá Helsinki.

Nokkrum klukkustundum áður en árásin var gerð birtist á YouTube myndband undir fyrirsögninni „Jokela High School Massacre.“ Myndbandið var birt í gær. Á því sést m.a. ungur maður beina byssu að myndavélinni. Myndin af manninum er lituð rauð.

Frá þessu greinir fréttavefur Aftenposten.

Samkvæmt upplýsingum frá YouTube er eigandi síðunnar sem myndbandið birtist á 18 ára gamall karlmaður. Ekki er ótvírætt að um sé að ræða sama mann og framdi morðin í Jokela-skólanum.

Á sömu síðu er ennfremur birt annað myndband undir fyrirsögninni „just testing my gun,“ en þar má sjá mann í skóglendi að æfa sig að skjóta af skammbyssu.

Myndband frá vettvangi

Nemendur yfirgefa skólann.
Nemendur yfirgefa skólann. AP
Reuters
Lögreglumenn inni í skólanum.
Lögreglumenn inni í skólanum. Reuters
Lögreglumenn við bráðabrigðaskýli sem sett var upp í kirkju.
Lögreglumenn við bráðabrigðaskýli sem sett var upp í kirkju. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert