Allt bendir til þess að danska stjórnin haldi velli

Anders Fogh Rasmussen ræðir við kjósendur á krá í Slagelse …
Anders Fogh Rasmussen ræðir við kjósendur á krá í Slagelse í síðustu viku. Reuters

Skoðanakannanir, sem birtust í dönskum fjölmiðlum í morgun, benda til þess að stjórn Anders Fogh Rasmussens, forsætisráðherra, haldi velli í þingkosningum, sem fara fram á morgun. Svo virðist, sem Jafnaðarmannaflokkurinn, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, hafi misst töluvert fylgi yfir helgina.

Blaðið Børsen birtir í dag tvær kannanir, annars vegar í samstarfi við TV2 og hins vegar í samvinnu við Ritzau. Önnur könnunin bendir til þess, að stjórnarflokkarnir þrír, Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn, haldi velli án stuðnings Ny Alliance en hin bendir til þess að Fogh verði að fá Naser Khader, leiðtoga Ny Alliance, til liðs við stjórnina. Khader lýsti því raunar yfir í viðræðum leiðtoga flokkanna í danska sjónvarpinu í gærkvöldi, að Fogh Rasmussen væri forsætisráðherraefni sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert