Reyk lagði úr ferðatösku

Reyk lagði úr ferðatösku á farangurssvæði alþjóðlegs flugvallar í Phoenix í Bandaríkjunum fyrr í dag. Starfsmaður flugvallarins tók eftir því að taskan var heit og setti hana til hliðar er hann var að hlaða flugvélina en slökkvilið var kallað á vettvang þegar reyk lagði skyndilega úr töskunni.

Fólk á leið til San Antonio var flutt frá borði og rýma þurfti nánasta svæði við vélina.

Eigandi töskunnar sem var farþegi um borð í vélinni var yfirheyrður en vélin hélt leiðar sinnar einni klukkustund á eftir áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert