Nýtti sér herþyrluna til að tína sveppi handa móður sinni

Flugmaðurinn lenti í skógarrjóðri og skildi þyrluna þar eftirlitslausa á …
Flugmaðurinn lenti í skógarrjóðri og skildi þyrluna þar eftirlitslausa á meðan hann fór að tína sveppi. Þyrlan á myndinni tengist ekki fréttinni á neinn hátt. Reuters

Taílenski loftherinn hefur vikið flugmanni frá störfum sem er sagður hafa lent herþyrlu úti á landi og farið að tína villisveppi handa móður sinni. Herinn hefur hafið rannsókn á málinu eftir að þorpsbúar í nágrenninu höfðu samband við lögreglu og tilkynntu um atburðinn.

Talsmaður hersins hefur eftir þorpsbúunum að þyrlan hafi svifið yfir skógarrjóðri sl. miðvikudag stuttu áður en hún lenti. Þegar þorpsbúarnir fóru að kanna málið var þyrluflugmanninn hvergi að sjá.

Þegar flugmaðurinn sneri svo aftur á hann að hafa sagt þorpsbúunum frá því að hann hafi verið að tína sveppi fyrir móður sína. Talsmaður hersins segir að flugmanninum verði refsað fyrir að skilja þyrluna án eftirlits í skóginu og fyrir að hafa brotið fleiri reglur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert