Fátækum ekki boðið upp á kalkún í New York

Frá New York.
Frá New York. AP

Fátækt hefur aukist mjög í New York á undanförnum mánuðum og nú er svo komið að einn af hverjum sex íbúum borgarinnar hafa ekki efni á að kaupa nægan mat til að sjá sér og fjölskyldum sínum farborða. Talið er að rúmlega 1,3 milljónir manna líða skort í borginni og samtökin The New York City Coalition Against Hunger segja aðsókn að súpueldhúsum samtakanna hafa aukist um 20% á þessu ári. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samtökin gagnrýna yfirvöld fyrir að draga úr matvælaaðstoð við fátæka og vara við því að líkur séu á að fátækum fjölgi enn frekar. Þá hafa nokkrar hjálparstofnanir lýst því yfir að þær sjái sér ekki fært að bjóða upp á kalkún á þakkargjörðarhátíðinni vegna fjárskorts.

”Árleg úttekt á aðsókn að súpueldhúsum og matvælabásum sýnir að fleiri vinnandi einstaklingar, börn og gamalmenni neyðast til að þiggja matvælaaðstoð,” segir Joel Berg, framkvæmdastjóri samtakanna. Þegar litið er til þess að hungur jókst í borginni þegar efnahagsástandið var enn gott kemur ekki á óvart að það myndist raðir við súpueldhús þegar efnahagsástandið versnar. "

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert