Með 4,5 kílóa hárvöndul í maganum

Skurðlæknar hafa fjarlægt 4,5 kílóa þungan hárvöndul úr maga 18 ára gamallar bandarískrar stúlku, sem leitaði læknis eftir að hafa fengið sára magaverki og uppköst. Fjallað er um málið í læknatímaritinu New England Journal of Medicine.

Læknar settu stúlkuna í sneiðmyndatæki og sáu sér til mikillar undrunar, að hárvöndullinn fyllti út í maga hennar. Stúlkan viðurkenndi, að hafa nagað á sér hárið í að minnsta kosti fimm ár.

Eftir að hárið var fjarlægt úr maga stúlkunnar var hún útskrifuð en fékk sálfræðihjálp. Hún hefur nú þyngst um 9 kg og er hætt að naga hárið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert