Mills líkir sér við mannréttindafrömuði sögunnar

Heather Mills McCartney.
Heather Mills McCartney. Reuters

Heather Mills, fyrrum eiginkona Bítilsins Paul McCartney, hefur lýst því yfir að auðugir einstaklingar séu upp til hópa nískir og snobbaðir. „Því miður verður maður að umgangast ákveðinn hóp af fólki til að safna þeim fjármunum sem nauðsynlegir eru til að koma góðu til leiðar. Því fólk er mjög snobbað,” sagði hún er hún flutti níutíu mínútna ræðu við Trinity háskólann í Dublin í gær.

„Fólk sem á mikið af peningum er annað hvort snobbað eða nískt. Eigi fólk mikið af peningum þá hlýtur það að vera nískt því hvers vegna myndi það annars sækjast eftir svo miklum fjármunum?” sagði hún.

Mills líkti sjálfri sér einnig við mannréttindafrömuði mannkynssögunnar og sagði: „Ef litið er á alla þá einstaklinga í mannkynssögunni sem reynt hafa að koma breytingum í gegn þá má sjá að á löngum tímabilum í lífum þeirra var komið hræðilega fram við þá annað hvort af hálfu yfirvalda eða fjölmiðla.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert