Ástralskir jafnaðarmenn lýsa yfir sigri

Kevin Rudd ásamt eiginkonu sinni
Kevin Rudd ásamt eiginkonu sinni Reuters

Ástralska ríkisútvarpið spáir því nú samkvæmt tölum að Jafnaðarmannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu í Ástralíu, hafi sigrað í kosningunum, og hefur Julia Gillard, varaformaður flokksins, þegar lýst yfir sigri. Allt bendir því til að Kevin Rudd, formaður flokksins, verði nýr forsætisráðherra eftir tólf ára valdatíð John Howard.

Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn hafði Verkamannaflokkurinn fengið 44% atkvæð, sem þýðir að flokkurinn fær meirihluta í neðri deild þingsins.

Ósigurinn þykir mikill fyrir John Howard, ekki síst þar sem útlit er fyrir að hann tapi þingsæti sínu, en það verður þá í aðeins í annað sinn í rúmlega hundrað ár sem sitjandi forsætisráðherra missir sæti sitt á þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert