Trúlofun í björgunarbáti á Suðurheimskautinu

Farþegaskipið Explorer skömmu áður en það sökk
Farþegaskipið Explorer skömmu áður en það sökk Reuters

Danska parið Jan Heikel og Mette Larsen gleyma líklega seint trúlofunardeginum. Jan Heikel notaði tækifærið meðan þau skötuhjúin voru um borð í björgunarbáti á Suðurheimskautinu og biðu björgunar og bað unnustu sinnar. Mette Larsen sagði strax já.

Mette og Jan voru meðal þeirra 154 sem björguðust þegar gat kom á farþegaskipið M/S Explorer við Suðurheimskautið. Engum sögum fer af því hvenær brúðkaupið verður haldið, en parið er komið ásamt flestum hinna farþeganna á hótel í Punta Arenas í suðurhluta Chile, og heldur innan skamms heim á leið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert